Ný verðskrá og afslættir

Nú um áramótin voru eitt og hálft ár liðið frá því RL tók að fullu við þróun, þjónustu og rekstri allra kerfa sinna. Rekstur kerfanna hefur gengið vel og stór skref hafa verið tekin í þróun, auk þess sem öryggismál og hlíting hafa fengið mikla athygli. Stefnt er að því að leggja enn meiri áherslu á framþróun kerfa á þessu ári og næstu árum. Breytt fyrirkomulag hefur skilað töluverðri hagræðingu og vill RL kappkosta að skila þeim ávinningi sem náðst hefur, áfram til viðskiptavina sinna.

Eftirfarandi breytingar hafa þegar verið framkvæmdar:

  1. Ekki var innheimt fyrir neina vinnu fyrstu þrjá mánuðina (1/7-30/9 2022)
  2. Þann 1.10. 2022 var verðskrá fyrir vinnu lækkuð um 14-31%
  3. Þann 1.12. 2022 voru almenn notkunargjöld lækkuð um 15%
  4. Þann 1.1. 2023 var verðlagsákvæði ekki nýtt, sem hefði verið um 8% hækkun

Nú hefur RL ákveðið að ganga enn lengra og framkvæma einnig eftirfarandi breytingar:

  1. Öll notkunargjöld af kerfum RL í desember 2023 falla niður, en þetta svarar til yfir 8% ársafsláttar
  2. Þann 1.1. 2024 var verðlagsákvæði ekki nýtt, sem hefði verið um 12% hækkun
  3. Þann 1.1. 2024 var verðskrá breytt:
    1. Verðskrá var einfölduð og nokkrir liðir felldir niður.
    2. Verðskrá var samræmd fyrir alla með jafnræði í huga.
    3. Breytingin hefur óveruleg áhrif á flesta viðskiptavini.
    4. Breytingin hefur heildaráhrif til lækkunar á tekjum RL.
    5. Öll almenn notkunargjöld í verðskrá lækka.

Stefna RL til framtíðar er að hagræði í rekstri skili sér áfram til viðskiptavina.

Starfsfólk RL þakkar fyrir samstarfið á árinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.