Almennt um RL

Reiknistofa lífeyrissjóða hf. (RL) kt.510203-2080 er í eigu 10 lífeyrissjóða og Greiðslustofu lífeyrissjóða og hefur umsjón með rekstri tölvukerfa fyrir eigendur og aðra notendur.

RL er eigandi hugbúnaðarkerfisins Jóakims. Þróun, rekstri og þjónustu vegna kerfisins er sinnt af RL að öllu leyti.

Starfsmenn félagsins eru 8 talsins.

Til framtíðar mun RL mæta kröfum og þörfum eigenda sinna og annarra notenda um sterkari tæknilega innviði og aukna áherslu á stafræna þróun. Hjá RL er lögð áhersla á starfsumhverfi þar sem reynir á vilja til þróunar og vaxtar án þess að slakað sé á kröfum um gæði og öryggi í rekstri.

Hægt er að beina almennum fyrirspurnum til RL í netfangið rl@rl.is

Eigendur RL eru eftirtaldir:

Gildi lífeyrissjóður

Birta lífeyrissjóður

Stapi lífeyrissjóður

SL lífeyrissjóður

Festa lífeyrissjóður

Lífsverk lífeyrissjóður

Lífeyrissjóður bænda

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

Brú lífeyrissjóður

Lífeyrissjóður Rangæinga

Greiðslustofa lífeyrissjóða