Ný Þjónustugátt RL

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur opnað nýja Þjónustugátt RL sem er aðgengileg viðskiptavinum á vefnum.

Í Þjónustugátt RL er hægt að stofna almennar þjónustubeiðnir og aðgangsbeiðnir ásamt því að fylgjast með stöðu beiðna á meðan þær eru í vinnslu.

Viðskiptavinir og notendur að kerfum RL hafa því betri yfirsýn yfir þær beiðnir sem þeir hafa stofnað.

Athugið að skrá þarf netfang og stofna lykilorð þegar farið er inn í Þjónustugátt RL í fyrsta skipti.

Áfram verður hægt að stofna beiðnir með því að senda tölvupóst á adstod@rl.is

Nánari upplýsingar um þjónustu RL