Margrét og Óskar ganga til liðs við RL

RL hefur gengið frá ráðningum tveggja stjórnenda. Margrét Sigurbjörnsdóttir hefur verið ráðin stjórnandi þjónustu og Óskar Ármannsson mun taka við starfi stjórnanda þróunar og rekstrar.

Margrét Sigurbjörnsdóttir er stjórnandi þjónustu. Margrét hefur mikla reynslu af lífeyrismálum og starfaði sem stjórnandi hjá Landsbankanum við lífeyrismál frá 2003-2021. Hún tók þar m.a. virkan þátt og leiddi innleiðingu og rekstur á lífeyriskerfi. Margrét hefur þegar hafið störf hjá RL.

Óskar Ármannsson er stjórnandi þróunar og rekstrar. Óskar hefur mikla reynslu, hann starfaði m.a. lengi hjá Fuglum við rekstur og uppbyggingu hugbúnaðarkerfa þmt. á sviði lífeyrismála og eignastýringar. Á síðustu árum hefur hann unnið ráðgjafarstörf og úttektir á vegum Deloitte á sviði upplýsingakerfa og tölvueftirlitsþátta. Óskar tekur til starfa 1.apríl.