Hrafn Magnússon heimsækir RL

Hrafn Magnússon færir Jóni Egilssyni framkvæmdastjóra mynd frá aðalfundi RL árið 1994
Hrafn Magnússon færir Jóni Egilssyni framkvæmdastjóra mynd frá aðalfundi RL árið 1994

Hrafn Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður RL, heimsótti RL á dögunum og færði félaginu innrammaða mynd sem tekin var á aðalfundi Reiknistofu lífeyrissjóða á Neskaupsstað árið 1994. Þá var RL nokkurra ára gamalt en félagið var síðan skráð sem hlutafélag árið 2003. Á myndinni má sjá forsvarsmenn félagsins og aðra þátttakendur í fundinum. RL er félag með langa sögu og djúpar rætur en jafnframt félag sem hefur verið endurnýjað mjög á síðustu árum.