Hluthafafundur RL

Hluthafafundur RL fór fram föstudaginn 24.nóvember síðastliðinn.

Jóhann Steinar Jóhannsson stjórnarformaður setti fundinn og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Gildi lífeyrissjóði, var kjörinn fundarstjóri. Á fundinn voru mættir fulltrúar um 99,8% hlutafjár í félaginu.

Á fundinum fór Jón Egilsson framkvæmdastjóri yfir gang mála hjá félaginu síðasta árið. Síðan fjallaði hann nánar um nokkur atriði, eins og vinnu við stefnumótun félagsins, tæknileg mál, stöðu félagsins á markaði, verðskrá og samninga. Loks fjallaði hann um rekstrartölur ársins, áætlun næsta árs og það hagræði sem felst í rekstri RL, en mikið hagræði og ávinningur hefur náðst undanfarin misseri.

Að þessu loknu fór fram kynning og umræða um tillögu stjórnar er sneri að nýjum samþykktum félagsins. Þeirri umræðu lauk með því að félaginu voru settar nýjar samþykktir.

Eftir þetta var gengið til stjórnarkjörs og félaginu kosin ný stjórn. Í stjórn félagsins sitja nú Jóhann Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður, Jón L. Árnason og Árni Hrafn Gunnarsson.

Fundarmenn komu á framfæri þökkum til stjórnar RL, framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna félagsins fyrir góð störf.