Fréttabréf desember 2025

Notendaviðmót Jóakim kerfisins

Eins og fram kom í tilkynningu sem RL sendi út fyrr í desember, þá mun RL hætta samkeyrslu eldri útgáfu notendaviðmóts Jóakim kerfisins mánudaginn 5. janúar. Ný útgáfa hefur verið í samkeyrslu í góðan tíma og eru velflestir notendur farnir að nota hana nú þegar. RL hefur þegar hafið útfærslu á næstu útgáfu notendaviðmóts.

Endurnýjun vefja

Fyrir rúmlega ári tilkynnti RL um væntanlega lokun eldri vefja félagsins, en RL rekur þrjá gamla vefi: Félagavef, Sjóðfélagavef og Launagreiðendavef. RL hefur frá þeim tíma stutt viðskiptavini sína við endurnýjun vefja þeirra. Þetta hefur verið stórt og viðamikið verkefni, sem miðar að því að loka gömlum og óöruggum vefjum, samhliða því að styðja viðskiptavini við að koma upp nýrri og notendavænni vefjum. Nú er verið að hnýta síðustu lausu endana og er stefnt að því að gömlum vefjum verði lokað strax eftir áramótin.

ISAE3402 úttekt

Mikilvægt er fyrir viðskiptavini RL að geta treyst því að öryggis- og gæðamál hjá RL séu í góðu horfi. Frá því RL tók við Jóakim kerfinu þá hefur árlega verið framkvæmd svokölluð ISAE 3402 úttekt hjá félaginu. Niðurstöður úttekta eru birtar í árlegri skýrslu og hefur RL staðist þessar úttektir með sóma. Þessi árlega úttekt er nú í gangi og munu niðurstöður verða aðgengilegar í janúar.

Flutningur á milli gagnavera

RL rekur Jóakim í tvöföldu rekstrarumhverfi til að tryggja rekstraröryggi. Kerfin eru öll í hýsingu hjá Sensa, sem er virtur þjónustuaðili á því sviði. Sensa flutti annað gagnaver sitt frá Reykjavík til Akureyrar í nóvember og er RL því nú með aðra uppsetningu kerfa sinna þar og hina í Keflavík. Flutningurinn gekk vel og samkvæmt áætlun og hafði engin áhrif á notendur. Nýtt fyrirkomulag eykur heildaröryggi Jóakim kerfisins til framtíðar.

Opnunartími um hátíðarnar

Opnunartími hjá RL um næstkomandi jól og áramót verður sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 23. desember kl. 9-16
  • Mánudaginn 29. desember kl. 9-16
  • Þriðjudaginn 30. desember kl. 9-16
  • Föstudaginn 2. janúar kl. 9-15

 

Starfsfólk RL þakkar fyrir gott og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.