Aðalfundur RL
Aðalfundur RL 2025 fór fram fimmtudaginn 13. mars síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf, þá fór framkvæmdastjóri RL yfir almenna kynningu á rekstri félagsins. Mikið hefur áunnist síðustu ár við þróun kerfa RL og töluvert hefur verið unnið í endurbótum á kerfislegum innviðum, hefur rekstraröryggi og gagnaöryggi verið aukið mikið. Á sama tíma hefur mikil hagræðing náðst fram í rekstri félagsins og er fjárhagsleg afkoma félagsins í góðu samræmi við væntingar, þó verð hafi verið lækkuð umtalsvert síðustu misseri og viðskiptavinir hafa verið látnir njóta hagræðingar með almennum afsláttum.
Þjónustukönnun
Árleg þjónustukönnun var lögð fyrir notendur Jóakim kerfisins í mars, en RL leggur áherslu á að vera í góðu sambandi við notendur kerfisins og skilja þarfir þeirra og var þetta þriðja árið í röð, sem slík könnun er framkvæmd. Spurt var út í viðhorf notenda til RL, til þeirrar þjónustu sem RL veitir, til Jóakim kerfisins og ýmissa tengdra þátta. Heildarútkoma er nokkuð betri en á síðasta ári og er ánægjuleg hvatning að sjá þá jákvæðu þróun annað árið í röð. RL notar niðurstöður úr þessum könnunum til að skerpa áherslur sínar í stefnumiðaðri stjórnun og við val á verkefnum.
Viðmót Jóakim kerfisins
Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi þá hefur RL unnið með Hugsmiðjunni að fyrstu skrefum varðandi endurhönnun á Jóakim viðmótinu. Nú er útfærslu og forritun hjá RL að ljúka á fyrsta áfanganum, sem er fyrsta skjámynd kerfisins, valmynd og leiðarkerfi. Ætlunin er að ljúka prófunum og hefja dreifingu og notkun á þessu viðmóti samhliða núverandi viðmóti í maí.
Páskar
Opnunartími hjá RL næstu daga verður sem hér segir: