Breytingar í stjórn RL

Nokkrar breytingar hafa orðið í stjórn RL undanfarið. Ragnheiður Jónasdóttir stjórnarformaður RL hefur sagt sig úr stjórn frá og með síðustu mánaðamótum, í tengslum við starfslok sín hjá Gildi lífeyrissjóði. Stjórn RL hefur kallað Ólaf Sigurðsson til starfa í stjórn, en hann var kjörinn varamaður í stjórn á aðalfundi RL fyrr á árinu. Á stjórnarfundi þann 12/9 síðastliðinn var Jóhann Steinar Jóhannsson kosinn nýr formaður stjórnar. Hann hefur setið í stjórn RL í nokkur ár og þekkir félagið mjög vel.

Ragnheiði eru þökkuð mjög góð störf fyrir félagið á miklum breytingatímum undanfarin ár.