Ár frá yfirtöku Jóakim

Eitt ár er nú liðið frá yfirtöku RL á þróun, rekstri og þjónustu við Jóakim kerfið. Rekstur kerfisins hefur gengið vel þennan tíma. Þjónustuborð hefur starfað frá fyrsta degi og hefur leyst farsællega úr öllum þeim málum sem upp hafa komið. Árangur hefur náðst í ýmsum þróunartengdum verkefnum og má þar meðal annars nefna miklar breytingar vegna aldurstengdra réttindabreytinga, þá hefur RL lagt í mikla vinnu við að uppfæra þróunartól og ferla. RL hefur nýlokið stefnumótun og horfir nú til framtíðar. Framtíðarsýn RL er að standa öðrum framar við að þróa og þjónusta notendavænar tæknilausnir fyrir kjarnastarfsemi lífeyrissjóða. Hlutverk RL er að styðja við kjarnastarfsemi lífeyrissjóða, með því að starfrækja trausta innviði, veita vandaða þjónustu og auka árangur viðskiptavina.