Aðalfundur RL 2023

Aðalfundur RL 2023 fór fram föstudaginn 10. mars síðastliðinn.

Ragnheiður Jónasdóttir stjórnarformaður setti fundinn og Sigurbjörn Sigurbjörnsson var fundarstjóri. Á fundinn voru mættir fulltrúar um 97% hlutafjár í félaginu, flestir á staðnum en sumir voru á fjarfundi. Stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar, síðan kynnti Jón Egilsson framkvæmdastjóri ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár og eftir það tóku við önnur hefðbundin aðalfundarstörf.

Ragnheiður Jónasdóttir og Jóhann Steinar Jóhannsson voru endurkjörin í stjórn en Ólafur Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Jón L. Árnason kjörinn í stjórn félagsins. Í varastjórn voru endurkjörnir Ólafur Kristinn Ólafs og Haukur Jónsson auk Ólafs Sigurðssonar. Ólafi Sigurðssyni eru þökkuð sérstaklega störf hans í stjórn á erfiðu tímabili í sögu félagsins. Síðasta árið hefur verið viðburðaríkt á margan hátt og er ánægjulegt hversu vel hefur gengið að takast á við nýjar áskoranir í rekstri félagsins.

Fundarmenn komu á framfæri þökkum til stjórnar og starfsmanna félagsins fyrir mikla og góða vinnu undanfarið ár.