Aðalfundur RL

Aðalfundur RL fór fram sl. föstudag á Hilton Nordica.

Endurkjörið var í stjórn félagsins. Ragnheiður Jónasdóttir er formaður og auk hennar sitja Ólafur Sigurðsson og Jóhann Steinar Jóhannsson áfram í stjórninni.

Á fundinum fór formaður yfir rekstur og starfsemi ársins 2021 sem einkenndist af breytingum. Samstarfssamningi við Init ehf. um rekstur Jóakims var sagt upp og undirbúningur þess að RL reki kerfið hófst. Það ferli hefur haldið áfram á árinu 2022 og er starfsemi RL að vaxa úr því að vera aðeins eigandi að kerfinu yfir í að vera rekstraraðili þess.

Fundarmenn þökkuðu stjórn og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.