Kerfi RL

Upplýsingakerfið Jóakim er eign RL, en kerfið þjónar helstu þörfum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og fleiri aðila. Kerfið sinnir m.a. iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu, lífeyrisgreiðslum, lánaumsýslu, sjúkrabótum, styrkjum, orlofshúsaleigu og fleira. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun, bæði í takt við kröfur viðskiptavina svo og til að uppfylla ítrustu kröfur laga og reglugerða.

 

Kerfið skiptist niður í afmarkaðri kerfiseiningar og má þar helst nefna:

  • Iðgjaldakerfið sem inniheldur innheimtukerfi iðgjalda, réttindabókhald sjóðfélaga og rétthafa
  • Verðbréfakerfi sem heldur utan um skuldabréf, hlutabréf, hlutdeildarsjóði, innlánsreikninga og framvirka samninga í innlendri sem erlendri mynt
  • Lífeyrisgreiðslukerfið sem er sérhannað fyrir útborgun á lífeyri (elli, örorku, maka, barna) og meðhöndlun á útborgunarferlinu
  • Félagakerfið sem heldur utan um ýmis konar upplýsingar um félagsmenn stéttarfélaga og launagreiðendur

 

Jóakim er umfangsmikið kerfi, með stóran gagnagrunn, mikla og fjölþætta vinnslugetu og sérhæfð notenda- og forritaskil. Kerfið á sér langa sögu og hefur mikil alúð verið lögð í þróun þess. Það er afkastamikið, skalanlegt, sveigjanlegt og mikill stöðugleiki í rekstri þess. Allur undirliggjandi miðlægur búnaður er hýstur í vottuðu hýsingarumhverfi.